top of page

UMSAGNIR

Það var ánægjulegt að vinna með Önnu! Okkur í Musikcentrum Öst fannst mjög þægilegt að láta hana halda tvö vefnámskeið fyrir okkur um ímynd og vörumerki og þátttakendur kunnu greinilega að meta fyrirlesturinn hennar, sem var bæði fræðandi, hvetjandi og skemmtilegur. Hún stóðst algjörlega væntingar okkar og við myndum bóka hana aftur eins og skot!

- Kim Westin, Musikcentrum Öst

Námskeiðið er mjög skilvirkt, krefjandi og veitir alveg brjálaðan innblástur í að koma sér úr hausnum á sér og byrja að vinna vinnuna sem fylgir því að vera tónlistarmaður.

- Aldís Fjóla um námskeiðið "Markaðssetning á tónlist"

Anna er einstaklega áhugasöm, vingjarnleg og skipulögð og stendur alltaf við það sem hún hefur lofað á réttum tíma. Hún hefur mjög góðan skilning á því sem skiptir máli og getur unnið sjálfstætt, en veit líka hvernig á að úthluta verkefnum. Hún var góð og gagnleg viðbót í hópinn okkar. Við munum sakna hennar.

- Steffi von Kannemann,
Better Things

Anna Jóna hjálpaði mér að leysa úr margra ára flækjum í hausnum á mér varðandi kynningarmál og stefnu sem tónlistarkona. Það er frábært að geta talað við sérfræðing á þessu sviði á óheftan og afslappaðan hátt og spyrja alls konar bjánalegra spurninga án þess að líða eins og bjána!

- Stína Ágústsdóttir

Það var einhugur um að ráða Önnu Jónu aftur sem verkefnastjóra.

- Tónlistarborgin Reykjavík, ÚTÓN & Hitt húsið

Anna Jóna kjarnar markaðsvit og listrænt innsæji í sinni vinnu, það var frábært að fá hana til liðs við okkur til þess að hanna nýja og aðgengilegri verkferla fyrir Markaðsstyrkina hjá útflutningssjóði.
Hún hefur skilning á áskorunum tónlistarfólks í sambandi við markaðssetningu tónlistar og hefur lag á að greiða úr raunverulegum sem og ímynduðum flækjum.

- Sigtryggur Baldursson, ÚTÓN

bottom of page